þriðjudagur, desember 17, 2002

jæja hvað ætla ég að gera í dag. Ég er að hugsa um að fara og borga Snæju vinkonum minni og síðan ætla ég að skrifa jólakort, ég er komin á síðasta snúning með allt saman ég er að fara austur á fimmtudaginn til að vera með mömmu og pabba á jólunum, Gunni vill ekki koma með þannig að hann verður bara einn heima um jólinn, það er reyndar allt í lagi ég kom aftur 28. des ætla að vera hérna fyrir sunnan á áramótunum. Ég var fyrir austan í fyrra og það sökkaði feitt einhver DJ Snúruvaldi að spila sem er nota bene bróðir Einar Ágústar og hann spila bara eitthvað sem Einar Ágústi finnst skemmtilegt þannig að það sem Valdi spilar er Skítamórall og það sem Einar Ágúst fílar, getiði ímyndað ykkur hvað það var gaman?
|