föstudagur, febrúar 21, 2003

jæja árshátíðin hjá skólanum var í gærkvöldi kvöldið byrjaði ekki neitt rosalega vel, haldiði að það hafi ekki bara sprungið á bílnum rétt áður en ég var komin heim til að fara í sparigallan og tók það heila 2 og hálfa klukkutíma að laga það með öllum biðum og svoleiðis því að þegar Gunni ætlaði fara að skipta um dekk haldiði að varadekkið hafi ekki bara verið grútlint og ekki hægt að setja það undir bílinn fyrr en það væri búið að pumpa í dekkið síðan fáum við Gyðu og Daða til að koma og keyra dekkinu fram og til baka á bensínstöð til að pumpa í það, síðan skutluðu þau mér heim svo að ég gæti nú farið að klæða mig og Gunni fer að laga dekkið klukkan rúmlega sjö þá hringir Gunni og þá hafði hann ekki náð dekkinu undan þrátt fyrir að hafa verið búinn að skrúfa allar rærnar af dekkinu en það haggaðist bara ekki síðan fékk hann bílinn hjá mömmu sinni og pabba til að skutla mér þegar mamma hans kom heim en hún var á bílnum að kenna jóga þannig að ég missti af öllu fyrirpartíinu en mætti samt sem áður á árshátíðina í banastuði en það var geðveikt gaman þannig að það rættist úr kvöldinu og ég fór heim með bros á vör jæja núna ætla ég að fara að hætta að nöldra skrifa meira seinna ok bæbæbæ
|