miðvikudagur, maí 14, 2003

halló halló hér hafa borist kvartanir um að ég skrifi svo sjaldan þannig að ég ætla að reyna að bæta úr því. Jæja núna er vettvangsnámið alveg að verða búið en það klárast á föstudaginn og þegar það er búið klukkan tólf þá fer ég nánast beint í flug beint austur á land til mömmu og pabba en það er langt síðan ég hef farið austur. En núna ætla ég að bæta úr því því að ég fer austur núna um helgina og síðan líður ein helgi og helgina þar á eftir þ.e.a.s. 30 maí - 1 júní þá fer ég aftur austur en þá er bekkjarmót (fyllerí) og ég er farin að hlakka geðveikt til. En þegar ég hugsa um að það séu 10 ár síðan ég fermdist þá þyrmir alveg yfir mig og þá meina ég að ég sé bara hreint og beint gömul, en það er bara aldurinn ekki í anda. ég verð alltaf 16 ára í anda. ekki það að ég byrjaði í raun ekki að djamma fyrr en ég varð eða þá byrjaði ég að drekka og reykja spáiði í því m&p borguðu sko bílprófið ef ég myndi ekki byrja að drekka fyrr en eftir að ég fengi bílprófið og ég byrjaði strax um verslunarmannahelgina það sumarið hehehehe (ein búin að bíða spennt) en ég fékk samt frítt bílpróf. en ég er ekki viss um að mamma og pabbi myndu gera þennan díl við mig núna þar sem það kostaði 50000 þegar ég fékk bílpróf, 80 þús þegar Toffy systir fékk sitt bílpróf og síðan núna held ég að það sé komið yfir 100 þús.kallin en litli bróðir fær bílpróf á næsta ári. jæja Arna vona að þú sért ánægð með þetta ég skal reyna að vera duglegri ef þú verður duglegri ;)
|