miðvikudagur, júlí 09, 2003

Djöfull er ég orðin pirruð á landsímanum akkúrart núna ég segi nú bara ekki annað það er núna búið að taka mig 5 daga að opna helvítis heimasímann hjá mér. Ég var búin að setja þetta allt inn í greiðsluþjónustu og hélt nú að allt væri í lagi en viti menn það var allt í klúðri þar og skuldin sem var ca. 47.000 fyrir 4 mánuði var lögð inn á einhvern gamlan viðskiptareikning sem ég var með gsm reikninginn minn á einhverntímann fyrir þremur árum síðan eða eitthvað svoleiðis. Þar af leiðandi var ekki hægt að opna símann hjá mér útaf því að því að það leit út fyrir að ég skuldaði ennþá einhvern gsm reikning sem ég á ekki einu sinni lengur. En í dag tókst mér að láta opna heimasímann minn og ég er svo kát með það að það hálfa væri nóg. En meira helvítis brasið við það að opna einn helvítis síma.
|