var að koma úr bíó af myndinni 2 fast 2 furious drullugóð mynd sko, það eina sem eyðilagði myndina var að það var einhver óþolandi grúppa af gelgjum og þau voru að tala allan tímann og reyna að vera ógeðslega fyndin en að mínu mati var það ekki að ganga hjá þeim. En ef það er eitthvað sem ég þoli ekki í bíó þá er það þegar fólk er að tala út alla myndina það er gjörsamlega óþolandi, það ætti að koma auglýsing áður en myndin byrjar sem er eins og gsm auglýsingin "vinsamlegast slökkvið á farsímunum" og það ætti að koma sona kall sem segir "vinsamlegast lokið á ykkur þverrifunni á meðan myndin er" , get svarið það átti bara eftir að snúa mér við og snúa upp á hálsinn á stelpunni fyrir aftan mig, óþolandi að geta ekki notið myndarinnar vegna þess að það er eitthvað fólk sem kann ekki að haga sér í bíó. jæja farin að sofa og góða nótt.
<< Home