laugardagur, júní 14, 2003

jæja kvöldið var alveg frábært við komum upp í Öskjuhlíð klukkan eitthvað átta og þá vorum við bara örfá mætt en það mættu allir og með makana sína nema Helgi Friðmar Nobbari með meiru, hún guggnaði eitthvað þegar það var minnst á keilu. Við fengum að borða þarna upp í hlíðinni þessa fínustu nautaskósóla (nautasteikin var elduð of mikið) og franskar ég segi nú bara Argentína hvað. Síðan var skundað í keilusalinn og djöfull sökka ég í keilu og þetta var parakeppni og Gunni bara eitthvað að djóka með tvær kúlur og eitthvað sem skullu saman og lentu báðar út í rennurnar og hitti hvorki skít né keilu. ég náði einu sinni að fella allt í tveimur skotum reyndar en halló ég sökka í keilu. En þetta var gott kvöld fullt af fríu áfengi og keila sem ég sökkaði í og fékk engan bikar ;c(. En ég fór full heim að sofa og svaf til klukkan fjögur í dag. En Gunni fór líka fullur heim en hann þurfti að mæta í vinnu í morgun klukkan átta.
|