sunnudagur, júní 08, 2003

Jæja núna get ég sagt frá leyndarmálinu en við vorum að gæsa Gyðu kærustuna hans Daða (sem er vinur Gunna) í gær. Það var rosalega gaman sérstaklega vegna þess að ég og Kristín vinkona hennar höfðum farið með hana kvöldið og haldið platgæsapartý fyrir hana sem var alveg ömurlegt og við vorum bara tvær "það komst engin annar" síðan heyrðum við daginn eftir að hún hefði bölvað þessu í sand og ösku því að þetta var alveg ömurlegt.(skil hana mjög vel) en daginn eftir þá bættum við úr þessu og við komum allar sem vorum með í þessu. Það kætti hana alveg rosalega og hún var mjög fegin að allir skildu mæta og við höfðum það gaman allan daginn. Fyrst fórum við með hana upp í mjódd því að það var fullt að fólki þar og eitthvað um að vera held að Bylgjulestin hafi verið að byrja. Síðan létum við hana labba og hlaupa niður laugarveginn og gera sig að fífli þar. síðan fórum við í kolaportið og keyptum okkur allar stór og ljót gleraugu. þaðan fórum við fyrir framan alþingishúsið og þar var verið að gæsa og steggja fleiri. þaðan fórum við heim til mömmu og pabba Gyðu og fengum að grilla þar og búa okkur fyrir kvöldið en þaðan var síðan ferðinni heitið á Ölver. En viti menn Laufey varð bara lasin um 10 leytið en þraukaði þó til eitt en var þá bara farin að skjálfa og orðið ógeðslega óglatt og fór þá bara heim. (ÉG ER ÓGEÐSLEGA FÚL) þannig að þetta var bara svona tíbískt djamm hjá mér ef það er búið að vera eitthvað stress hjá mér þá verð ég bara veik. :c((( Gunni kom síðan heim alveg miður sín því að hann hafði þá hitt stelpurnar og Gyða hafði sagt að ég hefði sagt að ég mætti ekki vera lengur úti að hann hefði sagt það við mig en það er ekki rétt. en jæja nenni ekki að skrifa meira núna bæbæ
|