mánudagur, júní 02, 2003

jæja það er búið að vera ógeðslega gaman hjá mér um helgina það var bekkjarmót og við hittum fullt af krökkum sem við höfum ekki hitt síðan þá sko bara. Á föstudeginum þá hittumst við allur bekkurinn og átum pizzu og drukkum saman (mikið hehehe) klukkan eitt þá voru nánast allir komnir á peruna og fóru upp í rútu sem beið okkar og á barinn það var helvíti mikið stuð en klukkan að verða þrjú þá fórum ég og Anna Karen og vorum samfó heim því að við vorum báðar orðnar peðölvaðar (sem var gaman). Á laugardeginum vaknaðið ég klukkan 10 (við skulum ekki orða það að ég hefi verið þunn frekar full ennþá) en klukkan eitt var mæting í barnaskólann og þvílík breyting á einum skóla síðan ég var þar vá. Eftir það var stormað upp í íþróttarhús og farið í leikfimi það var líka helvíti gaman. síðan vorum við langmestann tímann að reyna að fá strákana til að vera með í kappróðrinum en þeir voru ekkert á því að gera það vegna þynnku en á endanum létu þeir undan og þeir sem ekki voru í róðrinum stóðu á bryggunni og öskruðu sig hása (það gerði ég allavega) en þrátt fyrir mikið öskur og hvattningu þá töpuðu þeir. Eftir það var haldið heim og dottað í hálftíma til að vera hress fyrir kvöldið og þar fengum við ógeðslega góðann mat og fórum í mjög skemmtilegan svona samkvæmisleik með miðum og maður átti að framkvæma það sem stóð á miðanum. Eftir matinn og svolitla drykkju byrjaði ballið og við erum að tala um það að ég stóð ekki upp til að dansa eða syngja en ég er svo hás að það er fáránlegt og augljósasta ástæðan er sú að ég tala mikið hehhehe :c). Á sunnudeginum var haldið í sundlaugina og þar tókum við nokkrir vaskir bekkjarlimir þátt í slöngudrætti sem fór þannig fram að einn átti að vera á blöðrunni og hinir áttu að draga það var sama hér við töpuðum og síðan fóru strákarnir í reipitog og getiði bara hvað við töpuðum þar líka. þannig að núna verða æfingar í 10 ár svo að 69 árgangurinn vinni okkur ekki í öllu aftur. jæja komin með takkakrampa nenni ekki að segja ykkur frá meiru vonandi að þetta lýsi helginni á einhvern hátt :c)
|