jæja það er nú langt síðan ég hef skrifað því miður gagnaðist drykkjuleikurinn lítið því að ég var ekki komin heim fyrr en klukkan 9 og þá var of seint að byrja á honum. en ég fann samt bara einhverja aðra drykkjuleiki þannig að þetta var allt í lagi. þetta var mjög skemmtilegt kvöld fyrst fórum við til mömmu og pabba hans gunna og vorum komin hingað klukkan eitthvað rúmlega 9 en þá komu Dóri, Daði, Gyða og Þórður og við sátum að sumbli langt fram eftir nóttu því að það var ekki hægt að panta leigubíl það var alltaf á tali. en síðustu gestirnir fóru um níuleytið um morguninn. en ég svaf síðan til klukkan fimm og var síðan í einhverja tvo tíma að berjast við það að sofna en þetta var mjög skemmtilegt kvöld verðum að gera þetta einhverntíma aftur. Æ já gleymdi að segja frá þvi að ég og Gunni fengum Gasgrill í afmælisgjöf frá Gunna og Guðnýju (tengdó) helvíti góð gjöf verð ég að segja.
þriðjudagur, maí 27, 2003
Nýrra rugl
- jæja ég er sko farin að hlakka til kvöldsins ég og...
- ég ætla að kjósa Austurríki í júróvísjon það er óg...
- Hvað er málið með þetta og hatturinn er þinn
- jæja það er svolítið langt síðan að ég skrifaði sí...
- Djöfull varð ég hissa með lokin á Survivor ég verð...
- Jæja þá var fyrsti vinnudagurinn hjá mér það var m...
- Ég er komin í sumarfrí yes, yes, yes kláraði verke...
- HLUTIR SEM GAMAN ER AÐ GERA, EF MAÐUR ER KENNARI!!...
- halló halló hér hafa borist kvartanir um að ég skr...
- Jæja núna er ég eiginlega búin að fá leið á þessu ...
<< Home