laugardagur, maí 24, 2003

jæja ég er sko farin að hlakka til kvöldsins ég og Gunni ætlum að halda sona smá eurovision partý og ætla ég sko að nýta mér eurovisionleikinn sem ég fékk sendan í meili í morgun farin að hlakka til að verða drukkin sko það verður gaman jibbí.

hérna kemur hann ef einhverjir vilja nota hann líka ;)

Evróvisjón – drykkjuleikurinn
(Þennan má bara leika einu sinni á ári – í Evróvisjónpartíum)

Til að leika þennan leik er nauðsynlegt að hafa drykkjarföng, gosdrykki, mjólk, kókómjólk, kaffi, te, bjór eða vín. Fylgist vel með keppninni og farið nákvæmlega eftir reglunum. Hægt er að breyta til og borða t.d. eitt vínber í stað þess að taka einn sopa og tvö í stað tveggja sopa og svo framvegis. En leikurinn er hugsaður sem drykkjuleikur og kannski er vert að hafa það í huga.

Drekktu tvo sopa ef:
Kynnarnir reyna að vera fyndnir
Kvenkynskynnirinn skiptir um kjól
kynnarnir eyða tíma í samtal sem enginn getur fylgst með
Einhver keppendanna er líkur einhverjum sem þú þekkir
Einhver keppendanna líkist einhverjum frægum
Minnst er á að Noregur sé ekki enn búinn að fá stig
Kýpur gefur Grikklandi 12 stig
Noregur gefur Svíþjóð stig.

Drekktu fjóra sopa ef:
Söngvari lyftir handleggjunum upp fyrir haus á meðan hann syngur
Söngvari er mjög feitur
Flytjendur eru í hallærislegum fötum eða með ömurlega hárgreiðslu
Söngvari frá Austur-Evrópu er með aflitað hár
Það sést í geirvörtur í gegnum fötin
Flytjandinn frá Möltu er ekki loðinn á bringunni
Önnur lönd en enskumælandi flytja tónlistina á ensku
Flytjandi daðrar í myndavélina
Flytjandi er ekki frá landinu sem hann syngur fyrir
Frakkland gefur Bretlandi ekki stig
Lagið sem fær átta stig eða hærra er lélegt
Bretland lendir í öðru sæti
Flytjendur eru að tala í síma meðan á stigagjöfinni stendur

Kláraður úr glasinu ef:
Þýskaland gefur Austurríki eitt stig
Ísland vinnur
Noregur gefur Svíþjóð ekki stig
Írland vinnur
Ekki er minnst á frið, kærleika eða ást í þýska laginu

(úr Drykkjuleikjahandbókinni, höfundur ókunnur)
|