jæja það er svolítið langt síðan að ég skrifaði síðast en ég er bara ennþá að jafna mig á þessu með survivor hehehe nei nei ég er byrjuð að vinna og það er alveg rosalega gaman og ég er líka rosalega dugleg allavega þessa vikuna ég er búin að hjóla í vinnuna alla daga nema á mánudaginn en þá þurfti ég að ná í Toffy á spítalann. þannig að ég er búin að vera geðveikt dugleg 40 mínútur á dag fara í að hjóla þetta samtals sko 20 mínútur aðra leiðina ( sko ég kann að reikna) og ég kem alltaf kófsveitt í vinnuna og þegar ég kem heim en ég er sko með ráð undir rifi hverju ég er sko með aukagalla í bakpoka þannig að ég er með hjólagalla og síðan vinnugalla. þannig að ég er ekki að kæfa alla úr svitastibbu. (ég er svo klár)
<< Home