Jæja fór inn í Reykjavík á 17. Júní eftir að Gunni hafði sofið vel til klukkan að verða fimm en þá fórum við til mömmu hans og pabba og fengum þar að borða grillmat sem var alveg rosalega góður. síðan um níuleytið fórum við inn í R.vík og horfðum á Birgittu Huggdal, Dáðadrengi, Búdrígindi og Yasmin sem var svolítið fyndið hún var búin að semja einhvern fáránlegan dans við þau hallærislegustu lög sem ég hef heyrt og þetta voru tvö lög og það fyndnast að þegar hún var búin að syngja seinna lagið þá sagði hún "og síðan eitt gamalt og gott" og byrjaði að syngja seinna lagið og það hlýtur að vera mjög gamalt því að ég hef aldrei áður heyrt þetta lag það hlýtur bara að vera frá því að tölvupoppið byrjaði á 17. öld. og síðan ætlaði ég að horfa á Indversku prinsessuna en það fór að rigna svo ógeðslega mikið að við ákváðum að fara bara heim og leigja video. En djöfull hefði ég viljað sjá hana og athuga hvort að hún myndi detta aftur og missa hárkolluna eins og í fyrra sem var mjög fyndið.
föstudagur, júní 20, 2003
Nýrra rugl
- hæ hó jibbíjei og jibbíjæjei það er kominn 17.júní...
- ef ég á einhverntímann eftir að gifta mig þá ætla ...
- jæja kvöldið var alveg frábært við komum upp í Ösk...
- jæja núna er komið helgarfrí og síðan vinna í einn...
- Ahhhh ég var bara snemma búin í vinnunni í dag var...
- verð að segja að mér finnst ekkert eins óþolandi o...
- Djöfull er þessi flottur með 1,6 metra langt skegg...
- Jæja núna get ég sagt frá leyndarmálinu en við vor...
- Djöfull er ég ógeðslega sammála mömmu og Toffy sys...
- þessu hef ég aldrei lent í fyrr ég fékk ímeil í da...
<< Home