Þetta er bara besti staður í heimi. Pabbi er fæddur í þessum firði og hann og bræður hans eru búinir að gera upp húsið sem er þarna (það sést reyndar ekki á þessum myndum). M&P og vinarfólk þeirra eru alltaf þarna í eina viku í ágúst. Þarna er alveg best að vera, þarna er gufubað og sturta, og það er ekkert sem kallast klukka þarna maður bara fer að sofa þegar maður er þreyttur og síðan vaknar maður bara þegar augun opnast. Þarna nást ekki einu sinni gsm símar, þannig að þarna er maður bara alveg útaf fyrir sig og ekki truflaður af neinum. Vildi að ég kæmist þangað núna í sumar en kemst trúlega ekki útaf Krítarferðinni sem er 25. ágúst til 31. ágúst, sem passar því að ég held að skólinn byrji ekki fyrr en 1. september. jæja bless í bili
<< Home