Jæja þá er aðfangadagur langt liðinn og ég er að hugsa um að fara að þvo skítinn framan úr mér. Það er búið að vera rosalega kósí í kvöld, fékk fullt að pökkum meirihlutinn var í eldhúsið og síðan fékk ég peysu og eyrnalokka frá Gunna og svo eitthvað smádót frá vinkonum mínum sem var alveg geðveikt flott líka. Mig langar samt að hafa Gunna minn hjá mér það er skrítið að vera hérna fyrir austan og hann fyrir sunnan þegar við erum alltaf saman þegar ég er líka fyrir sunnan enda búum við saman. Ég hlakka svo til að hitta hann og knúsa þegar ég kem suður aftur en það er líka alltaf erfitt að fara frá mömmu og pabba. En er að spá í að fara að sofa núna því að ég ætla að mæta í messu á morgun mér finnst ég bara verða að fara í messu á jólunum það er hefð í minni fjölskyldu að fara í messu á jóladag þannig að ég fer í kirkju svona að meðaltali einu sinni á ári. jæja ætla að fara að sofa, góða nótt og gleðileg jól
miðvikudagur, desember 25, 2002
Nýrra rugl
- Þú er...
- What swear word are you? brought to you by Quizil...
- jæja þá eru stundatöflurnar loksins komnar inn en ...
- ég er að verða bráluð yfir skólanum hann er ekki b...
- Halló Halló jæja þá er þorláksmessa á morgun og þá...
- það eru bara 3 dagar til jóla djöfull er ég farin ...
- Who is your Ideal Lord of the Rings (male) Mate? ...
- hérna kemur sætasti kötturinn og það er ÉÉÉGGGG ...
- jæja hérna kemur fyrsta prófið inn á þetta blogg m...
- halló halló ég vaknaði klukkan 12 í dag og hjálpað...
<< Home