fimmtudagur, mars 13, 2003

jæja þá hef ég setið stysta og fámennasta aðalfund sem um getur ég er alveg viss um það það voru örugglega 10 manns að horfa á og svo voru 7 stjórnarmeðlimir þannig að það voru alveg 17 manns á þessum fundi. Sú sem ég kaus sem formann var kosin sem formaður hún heitir Gunnur og er á öðru ári á leikskólabraut, hún er mjög fín en svo var Kristján sem er með mér í bekk líka í framboði en reyndar bara sem venjulegur stjórnarmeðlimur. Mér fannst samt fyndnast að sú sem bauð sig á móti Gunni í formanninn hún varð varamaður í stjórninni hehehe ég veit að ég er kvikindi.
|