sælt veri fólkið og gleðilegt nýtt ár, ég verð að segja að ég varð fyrir miklum vonbrigðum með skaupið í ár, þetta er í fyrsta skipti sem ég stend upp frá skaupinu vegna þess að það er svo leiðinlegt. Við höfðum það bara rólegt og fórum bara heim Dóri og Þórður komu í heimsókn og við sátum bara hérna og drukkum það var mjög fínt. En jæja hvað á maður svo að gera á nýju ári, áramótaheitið mitt er að nota kortið sem ég keypti í Hreyfingu þannig að ég verði grönn ;o)
<< Home