mánudagur, desember 01, 2003

jólin, jólin, jólin koma brátt ég er komin í svo mikið jólaskap að það hálfa væri nóg sko. mig er bara farið að langa til að skreyta og gera allt jólafínt hjá mér. Ég fer aftur í skólann á morgun sko í svona undirbúning fyrir vettvangsnámið og þar fæ ég að vita sko hvaða verkefni ég þarf að gera og svoleiðis. það verður alveg örugglega mjög gaman og síðan byrjar vettvangsnámið á fullu á miðvikudaginn. fer reyndar á leikskóla þar sem ég hef verið að vinna áður en það var bara með skóla og síðan yfir eitt sumar, þannig að ég hugsaði með mér þetta verður örugglega í lagi. fór þarna um daginn og það voru mjög fáar af þeim sem ég var að vinna með og miklar mannabreytingar þannig að þetta ætti að vera í lagi. jæja jæja er að hugsa um að fara að sofa til þess að vakna í fyrramálið má ekki sofa yfir mig bæbæ jólin, jólin, jólin koma brátt.
P.S ég HATA JON í survivor sá reyndar ekki hver datt út en ég sá hversu ömurlegur hann er að láta alla vorkenna sér svo mikið að hann fékk að hitta vin sinn með þeim svikum að segja að amma sín sé dáin er ekki í lagi hver lýgur því að amma sín sé dáin það er bara ömurlegt, hefur þessi maður enga siðferðiskennd ég sá ekki endirinn en ég vona að þau hafi komist að þessum svikum hjá honum og honum hafi verið hent út ekki segja mér hver datt út þeir sem lesa þetta ætla að horfa á þetta á morgun. jæja núna er ég hætt bæbæ
|