mánudagur, júlí 05, 2004

Laugarvegur

jæja á fimmtudaginn verður haldið á Laugarveginn þ.e. ekki hinn venjulega Laugarveg heldur hálendislaugarveginn sem þýðir að maður verður að labba í 3 daga með bakpoka á bakinu held nú að það verði helvíti gaman sko fer sko með Gunna og mömmu hans og pabba mun setja myndir þegar ég kem aftur til baka sem verður seinnipart laugardags er nú bara farin að hlakka svolítið til verð ég að segja en maður veður ekki bara í svona langa göngu nema að æfa sig aðeins fyrst þannig að við erum búin að fara í nokkra æfingargöngur ég hef reyndar ekki farið í eins margar göngur og Gunni en ég sést nú samt í sumum göngunum.
|