laugardagur, desember 25, 2004

Gleðileg Jól

já, það er kominn jóladagur og maður komin með STÓRA ístru af áti af hamborgararhrygg og hangiketi á nú samt eftir að fá kalkún á morgun nammi, namm.
Ég er búin að fá einkunnir úr öllum prófunum
Siðfræði 8,5
Stefnur og straumar í leikskólauppeldi 8,0
Menning og samfélag 7,5
Aðferðarfræði Rannsókna 7,0

á eftir að fá einkunnir úr barni, fjölskyldu og barnavernd og kennslufræði leikskóla en það voru próflaus námskeið.

Í gær fékk ég alveg nokkra pakka frá Gunna fékk ég flíspeysu frá 66°N, frá mömmu og pabba fékk ég vigt til að vigta mat, frá Toffy og Ægi fékk ég náttföt,frá Rósu Berglindi vinkonu minni fékk ég augnlitasett helvíti flott, frá Elínu vinkonu minni fékk ég mynd af mér og henni frá því að við vorum litlar og frá Togga frænda fékk ég glös og 2000 kr frá ömmu og afa.
Er bara mjög sátt við jólin og gott að vera hjá mömmu og pabba verst hvað þetta er stuttur tími því að ég fer aftur austur á miðvikudaginn þ.e. ef það verður fært það er svo mikill snjór hérna að það hálfa væri nú bara of mikið.... en það eru alveg bókar hvít jól hérna.... það hefur ekki verið troðið neitt í dag þannig að það er bara toffæru keyrsla í gegnum bæinn ef maður ætlar að fara eitthvað.
Ætla að kveðja núna.... södd og ánægð á jólunum með gjafir, mat og einkunnir ;)
kveð í bili skrifa meira síðar og gleðileg jól
|