fimmtudagur, mars 02, 2006

Margt hefur nú gerst.......

Ég var búin að gleyma hún Kristín Dögg vinkona mín átti stelpu þann 10 febrúar og óska ég henni og Matta innilega til hamingju með dóttirina.

Sama dag skrifuðum við Gunni undir kaupsamninginn þannig að nú er ekkert annað en að bíða eftir 1. maí en þá fáum við afhenta íbúðina og ég er strax farin að hlakka til. Ég er endalaust að skoða einhver svona blöð eins og Veggfóður og Ikealistinn er að verða að frumeindum vegna flettinga heehehehe.

Verð nú að segja hérna frá mjög skondnu kommenti sem einn strákurinn á deildinni minni sagði. Hann var að tala um bróðir sinn.

"Hann Vigfús er eins og bréfalúga" (hann er tannlaus) hehehehehehe mér finnst þetta algjör snilld að lýsa bróðir sínum við bréfalúgu.

Í gær var Öskudagur og voru nokkrir íþróttaálfar og Sollur. Það var bara ein Silvía Nótt þ.e.a.s. með stjörnuna eins og í júróvísion. En það er hef á leikskólanum hjá mér að starfsfólkið klæðir sig líka upp í búninga og gerði ég gríðalega leit að dimmisjón búningnum mínu sem að á endanum fannst ekki en ég rétt náði í Smáralindina fyrir lokun á sprengidegi og keypti mér hvíta vængi og spöng með geislabaugi þið getið nú væntanlega giskað á hvað ég var. Ég tók mynd af mér í dressinu þannig að það mun koma síðar á netið. Einnig er hefð hjá starfsfólkinu að setja upp leikrit fyrir börnin og var núna sett upp leikritið Pétur og Úlfurinn og ég var að sjálfsögðu litli fuglinn hehehehe þetta var mjög fyndið en einum drengnum á deildinni minni fannst útfærslan á því þegar fuglinn var að leiða úlfinn í gildru ekki nógu góð, við fórum að spyrja hann afhverju en honum fannst asnalegt að úlfurinn skyldi elta fuglinn því að í sögunni flaug fuglinn í kringum munninn á úlfinum. En hann var nú samt bara nokkuð sáttur. hehehehehe

Jæja núna hef ég ruglað nóg kveð að sinni
Lubban
|