sunnudagur, júní 18, 2006

Bara gaman í gær

Í gær eftir að ég bloggaði var haldið á handboltaleikinn Ísland - Svíþjóð og það var algjör snilld. Stemmingin var bara frábær og hrópin og köllin voru bara skemmtileg enda fékk ég að gjalda þess eftir leikinn. Ég öskraði það mikið í öllum æsingnum og spenningnum að ég öskraði mig hása þannig að ég er búin að vera bara með 1/2 rödd síðan þá.

Um kvöldið var haldið í bæinn og það var bara gaman við fórum á Barinn (þar sem 22 voru) og get ég svarið að ef ég hefði ekki vitað betur þá hefði ég haldið að ég hefði misst af því að það væri öskudagur. Klæðnaðurinn á sumu fólki er bara furðulegur þarna var einhver stelpa í leggingsbuxum sem voru vægast sagt framúrskarandi flottar en þær voru með Tígrismynstri. Þarna var líka einhver gaur og hann leit út fyrir að vera einn af leikurunum í Dæluauglýsingunni og fólk var bara mjög furðulega klætt. Síðan hittum við Jónínu systir Gunna og vini hennar og héldum á Óliver og vinur þeirra komu okkur inn á einhvern undarlegan hátt með því að ljúga að bróðir konunnar hennar sem er eru bandarísk að hann væri að spila í NFL í Bandaríkjunum. Síðan var haldið heim á leið eftir það.

Vöknuðum í morgun og gengum á Esjuna ég reyndar gekki ekki alveg upp að steini ákvað að taka forskot því að Gunni ætlaði að hlaupa niður og síðan var Dóri með okkur og hann var einhversstaðar langt fyrir aftan okkur þannig að ég gekk á móti honum. Hljóp síðan næstum niður alla Esjuna eða kannski ekki alveg niður en samt nokkuð góðan spöl komst að því að gönguskór eru ekki bestu skórnir til að hlaupa í ;)

Jæja
Nenni ekki meir skrifa meira síðar
Kveðja
Lubban
|