sunnudagur, júlí 13, 2003

Fór í Hagkaup áðan og ætlaði að vera rosalega helthy og kaupa ekki nammi en keypti samt eitthvað sem á að heita hollt nammi sem heitir Lúxus Cindy Mix og það inniheldur: Hrísgrjón, jarðhnetur, hveiti, sykur, sjávarsalt, þara og krydd síðan eru einhver litarefni og einhver bragðefni. Ok ég er að reyna að segja að þegar ég kom heim og smakkaði þetta þá gubbaði ég næstum því, og hér með kaupi ég bara venjulegt nammi frekar en einhvern þaraskít. Þetta er viðbjóður. Þetta leit samt svo vel í pokanum þannig að ég hugsaði "hmmmmm best að smakka þetta, þetta hlýtur að vera gott" aldrei að treysta mínum eigin hugsunum aftur segi ég punktur.
|