sunnudagur, ágúst 24, 2003

Ég var rétt í þessu að lenda í geðveikt óþægilegri stöðu, Toffy (Þórfríður) litla systir mín og Ásta vinkona hennar voru að flytja í bæinn í gær og Toffy lét mig fá heimasímanúmerið hjá þeim. Ég ætlaði síðan að hringja í þær áðan og það svarar
Ég: halló, hvað segiru gott
X: nei hæ, ég segi bara allt gott
Ég: er Þðrfríður heima?
X: ha, Þórfríður það býr engin Þórfríður hérna
Ég: víst Ásta leyfðu mér að tala við hana.
X: Ásta? ég heiti ekki Ásta ég heiti Karolína.
Ég: Úbbbbbbs ( og skellti á)
Ég leit síðan á símann minn og sá að ég hafði hringt í vitlaust símanúmer, en hún var eitthvað svo djollí á móti mér og ég get svarið að röddin á Karolínu var alveg eins og röddin á Ástu. Hehehehehehehehehe fyndið
|