föstudagur, september 26, 2003

Það var svo gaman í skólanum í dag, fyrir utan þennan leiðinlega barnabókmenntatíma. Kennarinn hefur þann einstaka hæfileika að tala og tala og maður heyrir ekki hvað hún segir, þ.e.a.s. maður lokar fyrir og nennir ekki að hlusta á hana, röddin í henni breytist í svokallað suð sem maður útilokar, kannast ekki einhver við þetta. En í dag fór ég í fjöruferð og það var sko gaman, fundum fullt af allskonar dýrum, fundum krabba bæði kuðungakrabba og síðan fannst einn svona stór líka. Við fundum líka fullt af svömpum og allskonar dóti það var helvíti gaman. En ég sá eitt í dag sem hneykslaði mig mikið, fór með Evu í IKEA hún var að kaupa eitthvað fyrir mömmu sína, nema hvað að þegar við vorum komnar út þá sjáum við löggubíl sem er sossem ekkert frásögufærandi nema það að þessi löggubíll var lagður í bílastæði fyrir fatlaða, finnst ykkur þetta ekki svolítið fáránlegt það er verið að kenna manni að maður eigi ekki að leggja í stæði fyrir fatlað, því að það sé dónaskapur og vanvirðing gangvart þeim sem er fatlaður og svo leggur bara lögreglan þarna eins og ekkert sé sjálfsagðara, finnst þetta hneyksli. Jæja farin að sofa góða nótt.
|