mánudagur, september 22, 2003

jæja þá kemur nú eitthvað frá mér, ég fór í sumarbústað um helgina með Gunna, mömmu hans og pabba og Oktavíu og Gunnari Árna, það var mjög gaman fyrir utan það að það var svo mikið leiðindarveður og mér varð svo kalt, þannig að núna er ég að drepast úr kvefi. Ég og Toffy "litla" sys fórum í hreyfingu í dag og ætlum að fara attur á morgun og hinn, við fengum svona þrjá reynslutíma og þeir virka þannig að maður verður að mæta þrjá daga í röð. Síðan ætlum við að kaupa okkur 10 mánaða kort þar á einhverju skólatilboði. þannig að maður borgar 2990kr á mánuði. Með því að binda okkur þar í 10 mánuði eins og ég er búin að segja áður. Jæja er að hugsa um að hætta þessu núna er að drepast úr hausverk og kvefi, er að spá í að fara að taka verkjatöflu. Síðan ætti ég kannski bara að læra líka, væri það ekki svolítið sniðugt.
|