þriðjudagur, september 02, 2003

Halló halló þá er maður bara komin aftur frá Krít, þetta er búið að vera æðisleg vika. Maður er bara búin að flatmaga í 40°C hita í heila viku, reyndar fórum við á laugardeginum og keyrðum á bílaleigubíl og skoðuðum klaustur sem var geðveikt flott. Við fórum líka að skoða einhvern kastala sem er búinn að vera síðan ég man það ekki alveg. Á miðvikudeginum létu Jónína og Guðni gifta sig og við fórum á geðveikt góðann veitingastað. Við fórum líka í gær í vatnagarð, það var ógeðslega gaman fór í allar nema eina rennibrautina en það var nú bara vegna þess að Gunni og Guðni sögðu að það væri ekkert gaman í henni, þar fengum við líka þann versta hamborgara sem ég hef á ævinni fengið, hann var viðbjóður. Ég set myndirnar úr ferðinn inn á morgun er að spá í að fara að sofa, núna er víst alvaran tekin við og ég þarf að mæta í skólann á morgun klukkan hálf níu.
|