Úff hvað maður er búinn að éta yfir sig á hverjum degi síðan 24. desember það hefur ekki verið einn dagur þar sem maður hefur ekki étið yfir sig þá annaðhvort af mat eða nammi. Þetta er alveg óþolandi, en jæja á morgun ætla ég að fara að fara eftir þessum matseðlum hjá hreyfingu en ég ætla að ná af mér 10 - 15kg. en það eru kílóin sem ég hef bætt á mig síðastliðin 4 ár og nú skulu þau fara. Ég er að spá í að gera skipulag, en eins og þeir vita sem þekkja mig þá kann ég ekki að fara eftir skipulagi, en ég er mjög klár í að búa til skipulag. Síðan er ég að spá í fara austur í enda mánaðarins á þorrablót og éta yfir mig eins og venjulega;) en ég er líka að spá í að detta í það langt síðan ég hef gert það. En jæja er að hugsa um að fara að gera eitthvað af mér við sjáumst síðar.
<< Home