þriðjudagur, janúar 13, 2004

fyndið sama hvaða raunveruleikaþáttur er í sjónvarpinu maður dettur alltaf ofan í þetta á einhvern hátt núna er ég búin að sitja föst að horfa á Paradise Hotel í Popptíví sem snýst eingöngu um það að sofa hjá sem flestum en það er eitt í þessum þætti sem ég hreinlega skil ekki hvernig í ósköpunum gátu þær valið þennan Dave sem er alveg ljótastur af öllum held ég hafi bara ekki séð svona ljótann mann get svarið það og svo eru allir ógeðslega leiðinlegir við hann og maður bara vorkennir honum. En svo ég haldi nú áfram að telja upp þessa þætti sem ég sit föst yfir þá er það náttúrulega Survivor þegar það er og núna það nýjasta American Topmodel, mér hefur ekki ennþá tekist að festast yfir Bachelor eða Johnny the millioner sem nodabene er algjörlega sá heimskasti maður sem ég held að sé til og heldur hann einhverntímann að hann nái sér í gellu eftir þetta, held ekki c"), 70 mínútur eru líka hrein snilld en ég tel það svona með vegna þess að það er hálfgerður raunveruleikaþáttur.
|