Ég og Gunni fórum til Daða og Gyðu að horfa á úrslitaþátt Idolsins og þar vann Kalli Bjarni með miklum yfirburðum eins og allflestir íslendingar vita þegar þeir lesa þetta en það sem ég ætlaði að fara að segja var það að auðvitað kaus ég hann Gunni og Gyða kusu bæði Jón en það virtist ekki duga ;) ég er sko búin að halda með Kalla frá upphafi og hef aldrei misst trúna á honum, þannig að ég hef reynst sannspá allan tímann þegar ég sagði við Gunna og Dóra að ég héldi með honum í 32 manna úrslitunum þá var bara þaggað niður í mér og sagt að hann væri ömurlegur en ég hafði bara rétt fyrir mér allan tímann hehehe. Mér fannst Anna Katrín áberandi lélegust og Kalli og Jón báðir mjög góðir, Anna Katrín hefði átt að detta út fyrir löngu síðan verð ég nú bara eiginlega að segja en jæja þetta er búið og ég fer bara að fylgjast með einhverjum öðrum raunveruleikasjónvörpum eins og Survivor sem er bráðum að fara að byrja en jæja er orðin drulluþreytt ætla að fara að sofa bæbæ
laugardagur, janúar 17, 2004
Nýrra rugl
- Var að koma af Lord of the Rings: Return of the Ki...
- Hvað haldiði ég er byrjuð að læra á gítar og ég ka...
- ég ætla aðeins að halda áfram að tala um raunverul...
- fyndið sama hvaða raunveruleikaþáttur er í sjónvar...
- Ég sit hérna og er að horfa á American Topmodel og...
- Jæja sælt veri fólkið nú er maður loksins búinn að...
- Eins og þið ajáið þá er ég búin að breyta pínulitl...
- Helvíti góð tilviljun þar sem hann leikur Fróða í ...
- halló halló haldiði að hún Kristín Óla sé ekki bar...
- Ákvað að taka líka hvaða klassíska mynd ég væri og...
<< Home