sunnudagur, júlí 11, 2004

Laugarvegur genginn !!!!

Jæja þá er maður kominn aftur eftir þriggja daga göngu með bakpoka á baki, þetta var ótrúlega gaman og ég sé ekki eftir að hafa farið sko en þetta er ógeðslega mikið upp og niður, upp og niður o.s.frv. þetta var erfitt en ógeðslega gaman á föstudeginum gengum við hvorki meira né minna en 24 km. það var líka helvíti erfitt en við höfðum því miður ekkert val um það hvort við tjölduðum einhversstaðar annarsstaðar því að það var kall sem bauðst til að keyra pokana okkar að staðnum sem við ætluðum að enda á þannig að það fór allt eins og svefnpokar og tjald í bíl og það voru líka allir búnir á því um kvöldið þegar við loksins fundum skálann við héldum á tímabili að það væri enginn skáli þarna. Það voru allir eitthvað krabúleraðir eftir þessa göngu ég var með bólgna ökla sem var ekki gott og Gunnarnir tveir voru báðir með aum hné þannig að það var farið hægt yfir í gær og við komum 20 mínútum of seint í rútuna í þórsmörk. en það koma bráðum myndir úr ferðinni svo að þið getið séð það sem við vorum að ganga en þetta er geðveikt fallegt svæði og ég segi að allir ættu að fara þetta :)
|