mánudagur, júní 06, 2005

bíst við...

erfiðum degi í dag. Gunni var aftur að fara til Svíþjóðar þannig að ég þurfti að skutla honum og ég ákvað að fara ekki að sofa því að þá myndi ég pottþétt sofa yfir mig. en allvega býst við því að vera þreytt í dag er að spá í að kaupa mér kók til að hafa í vinnunni til að hressa mig við.

Já, ég er búin að fá allar einkunnir:
Samskipti og stjórnun 6,5
Vettvangstengt val 8,0
Lokaverkefni 8,5
Lífsleikni- fjölbreyttar þarfir 9,0

Verð að segja að ég sé mjög stolt af þessum einkunnum þó að ég eigi þær kannski ekki alveg ein. Elna skrifaði lokaverkefnið með mér og Hulda P. og Helga voru með mér í vettvangstengda valinu. þannig að hér með þakka ég þeim fyrir hjálpina. Þannig að eftir viku verð ég útskrifaður leikskólakennari og viti menn ég lærði meira en að snýta og skeina en margir halda að það sé kennt í Kennarháskólanum ;)

allavega ætla að fara að kaupa mér að borða áður en ég fer í vinnuna
skrifa síðar
Lubbukveðjur frá
Lubbunni ;)
|