Góður dagur
já dagurinn í gær var mjög góður þrátt fyrir að hafa vaknað til að fara í sturtu klukkan fjögur því ég hélt hún væri hálf sjö. Héldum síðan kynningu á verkefni sem við höfum gert í skólanum í gær til tvö og við seldum kaffi og með því í kaffipásunum. Eftir það var farið og skálað í einni kennslustofunni með kennurunum okkar. Síðan var haldið upp í rútu og haldið af staði í óvissuna því það voru bara tvær gellur sem vissu hvert ætti að fara. Rútan stefndi í austur og stoppaði á Hótel Selfossi allir drösluðust út úr rútunni með farangur og bjór (hehe) okkur sagt að við myndum þurfa að fara aftur upp í rútu og það var stoppað á Essó á Selfóssi því fólk þurftir að pissa og kaupa eitthvað í ríkinu sem er þar við hliðina. Eftir það þá fóru allir upp í rútu og stefndi hún aftur að Hótel Selfossi við hugsuðum með okkur að hún færi nú valla að plata okkur aftur og allir hópuðust út úr rútunni aftur við Hótel Selfoss þar fengu allir eplasnafs og öllum sagt að fara aftur upp í rútu og rútan keyrði nokkra hringi á hringtorginu á selfossi og síðan var haldið á áfangastað sem síðar kom í ljós að væri Hótel Rangá rosalega flott hótel sko. Við vorum flestar orðnar vel drukknar við komuna á Hótelið og skelltu við okkur fjórar í heitan pott sem varla var heitur. Það var svo mikið rok að við vorum brjálæðislega útiteknar eins og sjóarar sem eru búnir að vinna úti á sjó geðveikt lengi og ég get svarið að hárið á mér það stóð beint út í loftið einstaklega smart. síðan fórum við bara í sturtu og síðan var haldið í matinn. Maturinn var mjög góður og fengu allir svona jákvæðnispjald þar sem allir í bekknum mínum voru búnir að skrifa eitthvað jákvætt um hvern og einn í bekknum. Ég komst að því að ég hlæ mjög mikið eða voru um 11 manns sem sögðu það, ég myndi segja að væri næstum helmingur hehe. Tinna, Elna, Hjördís, Elín Gíslína og Unnur voru með skemmtiatriði sem var algjör snilld þær léku nokkra kennara sem eru eftirminnilegir úr náminu Tinna= Kristín Karls, Hjördís= Gulli, Unnur= Jónína, Ella= Sólveig Karvels og Elna= Sigga Stefáns, þetta atriði var algjörlega brilljant hjá þeim og við áttu geta eftir að þær léku hverjar þær voru. Síðan fékk ég verðlaun sem bjartasta brosið, Tinna fékk verðlaun sem bjartasta vonin, Margrét Stefanía fékk verðlaun sem mesti námshesturinn, Elín Gíslína fékk verðlaun fyrir að vera með síðasta nemabarnið í bekknum og Hulda Karen var valin tískulögga bekkjarins.
Síðan var drukkið og spjallað fram eftir nóttu en ég fór nú að sofa um tólf enda vöknuð klukkan hálf sjö um morgunin. Síðan var haldið heim um hádegið í dag og þetta var bara frábær dagur í gær og vil ég bara þakka stelpunum fyrir góða og skemmtilega útskrifaferð og endilega endurtaka þetta kannski aftur að ári eða eitthvað þannig
Síðan var drukkið og spjallað fram eftir nóttu en ég fór nú að sofa um tólf enda vöknuð klukkan hálf sjö um morgunin. Síðan var haldið heim um hádegið í dag og þetta var bara frábær dagur í gær og vil ég bara þakka stelpunum fyrir góða og skemmtilega útskrifaferð og endilega endurtaka þetta kannski aftur að ári eða eitthvað þannig
<< Home