laugardagur, apríl 09, 2005

Jamm og Jæja....

Í gær leið mér eins og ég væri í heimaprófi, var að gera verkefni á síðustu stundu sem ég auðvitað vissi af löngu áður en dró það fram á síðustu mínútu að gera það þannig að Lubban sat frá 9 í gærmorgun til hálf þrjú en þá fór ég í heimsókn hjá Leikskólum Reykjavíkur kom síðan heim um sex leytið og lagði mig til klukkan níu (átti ekki að vera svona langur lúr) byrjaði síðan aftur á verkefninu því að Lubban var ekki búin með það og var að vinna í því til klukkan hálf tvö um nóttina.

Ég vaknaði síðan klukkan níu í morgun og dreif mig í ræktina klukkan 10. Síðan fór ég í Ikea að leita að hillu á baðið en fann ekki neitt en ég held barasta að ég hafi fengið vinnu á Bæjarbóli á samt eftir að tala betur við Ernu leikskólastjóra hitti hana nefnilega í Ikea ;)en ég myndi þá vera með stuðning hjá einum strák í leikskólanu 8 tíma á dag á deildarstjóralaunum maður hafnar nú ekki svona tilboði eða er það????
Held allavega ekki... en ég á eftir að skoða þetta aðeins betur

Jamm og jæja ætla að fara að sofa og ég ætla að sofa út :) mig er búið að dreyma um það alla vikuna hehe.
Kveðja Lubba þreytta
|