miðvikudagur, mars 16, 2005

ég ekkert smá dugleg

já, ég var ekkert smá dugleg áðan...
ég fór út að skokka klukkan 22:00 eftir að America´s next topmodel var í sjónvarpinu og ég skokkaði 2,6km án þess að stoppa sem ég kalla mjög gott því að ég hef aldrei getað skokkað þennan hring allan án þess að labba eitthvað pínu líka. Þetta á eftir að vera lengra en 2,6 km finnst mér bara nokkuð gott það þýðir næstum því 3km. ég þarf að skoða gönguleiðir í Garðbæ betur og athuga hvort ég geti ekki fundið lengri leið seinna þegar þessi er farin að verða of létt ;) en ég er að spá í að fara í ræktina í fyrramálið áður en skólinn byrjar klukkan 10 þannig að ég ætti kannski að skella mér í sturtu og fara svo að sofa svo að ég vakni. Þar nánast ekki vekjaraklukku því að kötturinn er byrjaður á morgnanna klukkan sjö að reyna að vekja mann til að hleypa sér út ég læt nú yfirleitt þannig að ég þykist bara ekki vakna og þá hættir hann og heldur áfram að kúra hjá manni.

Gunni er búinn að vera í Danmörku síðan á Sunnudaginn og ég verð nú bara að vera hreinskilin með það að eins og mér fannst gaman að vera ein heima hérna í gamla daga þegar maður var unglingur að þá finnst mér þetta bara hreint ekkert skemmtilegt, enginn til að tala við nema kötturinn sem svarar frekar einhæft þ.e. MJÁ en maður reynir en svo er skypið algjör snilld en þá getur maður talað við fólk á internetinu eins og í gegnum síma og það kostar ekki neitt. sniðugt fyrir fólk sem á ættingja í úglöndum.

En já ég er farin í sturtu og svo að sofa
Góða nótt góðir hálsar
Kveðja
Lubbabeib skokkari
|