mánudagur, janúar 31, 2005

Í skólanum, Í skólanum.....

er skemmtilegt að vera ;)já það er bara gaman í skólanum, en þetta verður líka frekar strembin önn tvö stór verkefni þ.e. lokaverkefnið og þróunarverkefni sem eru þannig að við verðum að vinna í þessum verkefnum í allan vetur ;)og svo er námskeiðið samskipti og stjórnun... það er s.s. fínt námskeið en annar kennarinn get svarið það að hún hefur verið prestur í fyrralífi.... hún talar svo hægt.. ég er ekki að ýkja þetta hún telur allavega upp að 10 á milli orða úff maður má ekki mæta þreyttur í tíma til hennar þá er garentí að maður sofnar allavega þarf maður að einbeita sér vel að því að sofna ekki hehehe það er samt plús við það að hún tali svona hægt held að ég hafi aldrei glósað svona mikið í tímum hehehehe en hún er mjög fín þrátt fyrir að hún tali hægt
Ætla að fara aðeins út í Íslenska landsliðið í handbolta þeir unnu Alsírbúa með MIKLUM mun þeir hefðu betur spilað svoleiðis alla keppnina þá væru þeir ekki dottnir út en þeir stóðu sig samt bara ágætlega þetta getur líka verið spurning um heppni ;)

Jæja er hætt í bili
Kveðja
Lubbabeib ;)
|