Ég er prjónavél
já, ég byrjaði að prjóna mér lopapeysu á sunnudeginum eftir að ég kom í Viðfjörð og ég á eftir ca. 4-5 cm af hálsmálinu ég er nú bara nokkuð sátt við þessa frammistöðu mína ég hef aldrei verið svona fljót að prjóna peysu enda var ég með prjónverk í öxlunum fyrstu dagana og síðan núna er ég með harðsperrur upp í haus auk þess að vera með prjónverk í öxlunum núna líka maður lætur eins og maður sé að prjóna peysur fyrir Cintamani eða eitthvað en ég er bara nokkuð sátt við útkomuna á peysunni og það getur vel verið að maður prjóni fleiri lopapeysur þetta er svo gaman en jæja hætt að bulla ætla að fara að sofa er að fara að hjóla klukkan hálf sjö í fyrramálið adios bæbæ
Kveðja
Lubban
Kveðja
Lubban
<< Home