mánudagur, ágúst 01, 2005

mesta stuðið á neistaflugi...

jamm ég er komin heim og ég alhæfi hér með að það er alltaf besta veðrið og alltaf mesta stuðið það virðist enginn vilja trúa mér það sækja einhverveginn í það að liggja rennandi blautir í einhverjum tjöldum á einhverju skeri þar sem ekki er hægt að snúa við vegna veðurs þeir sem ekki hafa fattað að ég er að tala um eyjar þá fatta þeir það núna ;)allavega skemmti ég mér alveg konunglega hitti Asiu sem er að vinna með mér fyrir utan húsið mitt (mjög skondið) fór síðan niður í bæ sama dag og hitti tvö börn sem eru á leikskólanum hjá mér annað þeirra er á deildinni minni og hitt er á hinni eldri deildinni urðu bæði mjög hissa á að hitta mig hehehehe konurnar í vinnunni eiga eftir að heyra hversu vel ég skemmti mér því að röddin skellti sér líka á Neistaflug og viti menn hún neitar að koma öll til baka aftur suður eins gott að maður er að fara austur aftur næstu helgi þá kannski kemur hún til baka ;)

En jamm ég ætla að fara að skella mér í sturtu og skola af mér flugvélaskítinn og þynnkuskítinn sem ennþá er á manni, ég var nú ekkert að vakna klukkan 9 í morgun eftir að hafa komið heim klukkan 5 glorhungruð shit hvað ég var ógeðslega svöng var orðið óglatt af hungri. En eins og ég segi þá ætla ég að fara í sturtu og skola sálina af mér;)
|