miðvikudagur, júlí 27, 2005

Í sól og sumaryl....

já það er búið að vera hreint út sagt alveg dásamlegt veður þessa dagana ég er orðin jafn brún og ég var þegar ég kom frá Krít hérna um árið eða allavega á bakinu og bringunni maður er búinn að skíta út alla hlýraboli á heimilinu hehehe.

Það er lús í leikskólanum hjá okkur og það er alveg merkilegt hvað manni byrjar að klæja um leið og maður heyrir orðið lús eða kláðamaur *klór* *klór* hehehe maður er búinn að vera að klóra sér í hausnum í allan dag og við héldum að við myndum losna við þetta svona rétt yfir sumartímann því yfirleitt kemur lúsin upp á haustin þegar skólarnir byrja *hrollur*. En fyrst þetta er komið þá bara verður maður að kemba hár sitt á hverjum degi allavega fram að helgi þ.e.a.s ef barnið mætir eitthvað meira í leikskólann það mætti ekki í dag eins og mörg önnur það voru 19 börn í leikskólanum í dag sem náttúrulega er bara fyndið að hafa opið fyrir svona fá börn en þetta er auðvitað gert til að koma til móts við foreldrana sem ekki geta fengið frí þegar leikskólinn lokar en svoleiðis er það bara og ég græði á því hehe.

Jamm ég er að fara austur um verslunarmannahelgina hlakka gífulega til er með tvenn föt í styttingu en það er pils sem Gunni gaf mér þegar hann kom frá Svíþjóð síðast og síðan buxur sem ég var að kaupa mér í dag en í gærkvöldi uppgötvaði ég að það var komið gat á báðar gallabuxurnar mínar aðrar þeirra eru nú bara þannig að það er ekki verandi í þeim lengur nema annaðhvort að gera pils úr þeim eða hreinlega sauma fyrir gatið sem ég væri nú alveg til í því að þetta eru ekkert smá þægilegar buxur en svona er þetta þegar maður hefur ekki efni á að kaupa sér föt á hverjum degi þá slítur maður þeim og uppgötvar síðan að allt í einu er komið gat á allt en hinar buxurnar eru nú bara að rétt byrja með gati þannig að ég gæti verið í þeim á morgun ef ég er heppin.
Eftir verslunarmannahelgina fer ég heim á mánudeginum semsagt og vinn í fjóra daga síðan verður aftur haldið austur en þá förum við keyrandi og ætlum við þá að dvelja í Viðfirði í viku ohhh hvað ég er farin að hlakka til að komast í náttúruna frá öllu stressi þar sem klukka er ekki til maður vaknar þegar augun opnast og sofnar þegar augun lokast það er hrein dásamlegt. Kannski maður týni ber í dollu handa tengdó hver veit maður sér allavega til hvernig berjauppskeran verður hehe

Jæja núna er ég hætt þessu bulli skrifa kannski eitthvað bull fyrir austan sé til allavega læt heyra í mér síðar

Kveðja
Lubban
|