Útilegan
já eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan þá var ýmislegt brallað og greinilega minna sofið hehe
Við fórum af stað á föstudeginum í mígandi rigningu og roki og tjölduðum við í þannig veðri í Húsafelli hehe. Við fórum síðan að sofa ég var reyndar alltaf að vakna útaf einhverjum hópi sem var þarna.
Á laugardeginum var haldið af stað til að skoða Surtshelli það sem ég sá af honum var mjög flott og þetta hefur bara verið eins og höll eða eitthvað þarna í gamla daga nei ég segi nú bara svona en hann er ekkert smá stór og þegar við ætluðum að fara að labba í gegnum þetta þá fékk mín svo ógeðslega innilokunarkennd hún vildi bara komast út og það sem fyrst. Síðan fórum við og grilluðum pulsur sem voru sko sprungnar og vel brenndar nokkrar af þeim ekta útilegupulsur hehe og síðan í sund.
Við fórum síðan að skoða Hraunfossana og Barnafoss mér fannst Hraunfossarnir helvíti magnaðir. Við keyrðum síðan í Reykholt og skoðuðum Snorralaug og kirkjugarðinn því það er verið að grafa upp held ég húsið hans Snorra Sturlusonar allavega virtist sem fólk með teskeiðar og pensla væri þar að verki hehe.
síðan var haldið heim og fékk Gunni sér lúr áður og ég lét mér leiðast á meðan, hringdi reyndar austur til m&p og talaði við pabba í góða stund.
Síðan grilluðum við þetta fína lambakjöt og sátum inni í tjaldi í nýja tveggjamanna stólnum okkar sem er með borð á milli (athugið tjaldið er ekki stórt og það komst ekkert annað fyrri en þessi stóri stóll) en það fór nú samt vel um okkur við þurftum allavega ekki að sitja í roki. Síðan settumst við fyrir utan tjaldið okkar með bjór og spjölluðum saman síðan heyrum við að fólk er að tala um brennu og við ákváðum að fylgja straumnum þangað og á leiðinni vorum við að spá í því hvaða skelfilegi DJ væri á svæðinu en þegar við komum nær sat maður inni í tjaldi með skemmtara og söng og leikskólakennarinn sjálfur fékk hroll þegar maðurinn tók grænmetislagið úr Dýrunum í Hálsaskógi því að hann gjörsamlega eyðilagði lagið og hann var ekkert að taka nein svona útilegu lög svo allir gætu sungið með.. nei, nei hann virtist bara kunna eitt og það var María, María annars var hann að syngja ryksugan á fullu og fleiri lög sem fólk hlustar kannski meira á þegar það er að taka til heima hjá sér frekar en í útilegu viðurkenni það reyndar alveg að þetta voru svo mikið af leikskólalögum að ég gat sko alveg sungið með hehe en ég raulaði bara með. Hehehe svo sá ég ógó fyndinn mann hehehe hann var sko ekki að reyna vera fyndinn en hann gæti sko alveg verið eitthvað skyldur Davíð Oddsyndi því að hann var feitur með alveg eins hár það var meira segja eins og hann hefði skellt kollunni á rétt áður en hann mætti á svæðið hehehehe.
Við fórum síðan bara snemma að sofa en klukkan 4 þá vaknaði ég við hávaðarok og ég var alltaf að vakna eftir það klukkan hálf níu fór ég á fætur og það var minna rok úti heldur en inni í tjaldinu við vorum farin af svæðinu klukkan 9 og komin heim klukkan 11 og mikið hrikalega var gott að komast heim í rúmið sitt get svarið það að ég sofnaði um leið og ég lagðist á koddann uuuuummmmmm hvað það var gott og við sváfum til að verða 3 í dag, það er ekki laust við það að maður sé aftur orðin þreyttur hehehe en það er komið gott af bloggi í bili
kv. Lubba
Við fórum af stað á föstudeginum í mígandi rigningu og roki og tjölduðum við í þannig veðri í Húsafelli hehe. Við fórum síðan að sofa ég var reyndar alltaf að vakna útaf einhverjum hópi sem var þarna.
Á laugardeginum var haldið af stað til að skoða Surtshelli það sem ég sá af honum var mjög flott og þetta hefur bara verið eins og höll eða eitthvað þarna í gamla daga nei ég segi nú bara svona en hann er ekkert smá stór og þegar við ætluðum að fara að labba í gegnum þetta þá fékk mín svo ógeðslega innilokunarkennd hún vildi bara komast út og það sem fyrst. Síðan fórum við og grilluðum pulsur sem voru sko sprungnar og vel brenndar nokkrar af þeim ekta útilegupulsur hehe og síðan í sund.
Við fórum síðan að skoða Hraunfossana og Barnafoss mér fannst Hraunfossarnir helvíti magnaðir. Við keyrðum síðan í Reykholt og skoðuðum Snorralaug og kirkjugarðinn því það er verið að grafa upp held ég húsið hans Snorra Sturlusonar allavega virtist sem fólk með teskeiðar og pensla væri þar að verki hehe.
síðan var haldið heim og fékk Gunni sér lúr áður og ég lét mér leiðast á meðan, hringdi reyndar austur til m&p og talaði við pabba í góða stund.
Síðan grilluðum við þetta fína lambakjöt og sátum inni í tjaldi í nýja tveggjamanna stólnum okkar sem er með borð á milli (athugið tjaldið er ekki stórt og það komst ekkert annað fyrri en þessi stóri stóll) en það fór nú samt vel um okkur við þurftum allavega ekki að sitja í roki. Síðan settumst við fyrir utan tjaldið okkar með bjór og spjölluðum saman síðan heyrum við að fólk er að tala um brennu og við ákváðum að fylgja straumnum þangað og á leiðinni vorum við að spá í því hvaða skelfilegi DJ væri á svæðinu en þegar við komum nær sat maður inni í tjaldi með skemmtara og söng og leikskólakennarinn sjálfur fékk hroll þegar maðurinn tók grænmetislagið úr Dýrunum í Hálsaskógi því að hann gjörsamlega eyðilagði lagið og hann var ekkert að taka nein svona útilegu lög svo allir gætu sungið með.. nei, nei hann virtist bara kunna eitt og það var María, María annars var hann að syngja ryksugan á fullu og fleiri lög sem fólk hlustar kannski meira á þegar það er að taka til heima hjá sér frekar en í útilegu viðurkenni það reyndar alveg að þetta voru svo mikið af leikskólalögum að ég gat sko alveg sungið með hehe en ég raulaði bara með. Hehehe svo sá ég ógó fyndinn mann hehehe hann var sko ekki að reyna vera fyndinn en hann gæti sko alveg verið eitthvað skyldur Davíð Oddsyndi því að hann var feitur með alveg eins hár það var meira segja eins og hann hefði skellt kollunni á rétt áður en hann mætti á svæðið hehehehe.
Við fórum síðan bara snemma að sofa en klukkan 4 þá vaknaði ég við hávaðarok og ég var alltaf að vakna eftir það klukkan hálf níu fór ég á fætur og það var minna rok úti heldur en inni í tjaldinu við vorum farin af svæðinu klukkan 9 og komin heim klukkan 11 og mikið hrikalega var gott að komast heim í rúmið sitt get svarið það að ég sofnaði um leið og ég lagðist á koddann uuuuummmmmm hvað það var gott og við sváfum til að verða 3 í dag, það er ekki laust við það að maður sé aftur orðin þreyttur hehehe en það er komið gott af bloggi í bili
kv. Lubba
<< Home