sunnudagur, júní 12, 2005

Yndislegur dagur....

Já, ég átti yndislegan dag í gær. Ég er formlega orðin leikskólakennari og ég er trúlofuð :D. Já Gunni þóttist villast eftir útskriftina og keyrði í áttina að álverinu, ég skildi ekkert í því afhverju hann vildi ekki snúa við á þeim stöðum sem ég benti honum á að snúa við (ég hélt við værum að fara í ríkið) og þegar við komum að álverinu þá segi ég hey þú getur snúið við hérna, en hann vildi keyra að Straumi og skoða og taka útskriftarmynd af mér þar ég samþykki það og síðan keyrir hann einhvern veg þangað til við komum niður að sjó og ég segji þú getur snúið við hérna en hann fær mig út til að taka mynd af mér, síðan vildi hann láta mig taka mynd af okkur saman, og aðra þannig og síðan ætla ég að líta niður til að skoða myndina þá opnar hann box þar sem eru tveir hringar get svarið það ég fékk skjálfta í hnén og ég flissaði bara af gleði, þannig að ég er trúlofaður leikskólakennari :D. þannig að útskriftardagurinn minn á aldrei eftir að gleymast hehehe, þetta var æðislegt. Við héldum síðan veislu um kvöldið með familíunni hans Gunna, mömmu minni og Pabba, Daða og Gyðu og Dóra það var vel drukkið og fólk skemmti sér mjög vel þannig að MJÖG vel lukkaður dagur

Kveðja
Lubban
|