miðvikudagur, ágúst 30, 2006

Costa Del Sol

Haldiði ekki að daman sé bara að fara til Costa Del Sol á morgun. Shit hvað það verður nú gaman. Liggjandi á ströndinni með tærnar upp í loftið og öll í sandi ekki fer ég mikið í sjóinn því að mér er ekkert vel við að fara þangað gætu nú komið einhverjir fiskar og bitið mig og ekki minnast hákarlana sem gætu allt í einu birtst þarna við ströndina. En ég get legið á ströndinni og spilað standblak og eitthvað þannig eða bara á sundlaugarbakkanum. En eins og þið lesið og kannski sjáið þá ætla ég að liggja í sólbaði og koma eins og svertingi til baka héhéhé......

Annars er maður búinn að hafa það fínt í sumarfríinu búin að vera heima og gera ekki neitt. Það er alveg merkilegt hvað maður hefur nóg að gera við það að gera ekki neitt skil ekki hvernig maður fer að því að vinna aftur. Er sammála Þórey sem er að vinna með mér að held ég þurfi aðlögun þegar ég kem til baka.

En jæja ég ætla að halda áfram að gera ekki neitt blogga kannski eitthvað frá spáni annars blogga ég bara þegar ég kem heim.

kveðja
Laufey
|