laugardagur, október 07, 2006

Já Já

Núna ætla ég að skrifa nokkur orð. Ég er byrjuð aftur að vinna og það er bara frábært þessi kríli eru náttúrulega bara krútt. Það er búið að vera endalausir fundir í vinnunni tvö kvöld sem voru svona eins og skipulagsdagur var bara sett á tvö kvöld, fagfundur, starfsmannafundur og maður verður bara þreyttur var svo ekki að nenna á starfmannafundinn í gær en það er náttúrulega skyldumæting en núna er þessu lokið fram í bili eða fram í nóvember.

Ég var í bíó áðan á Talladega Nights og hann Will Farrell er bara fyndin það er alveg sama í hvaða mynd hann leikur hann er bara fyndinn og þessi mynd er bara snilld. Mæli eindregið með henni.

Hey já er gleymdi að segja ykkur ég er byrjuð að læra spænsku en ég missti af tímanum í gær sem var annar tíminn útaf þessum starfsmannafundi.

Þannig að ég kveð núna á spænskan hátt...
Adiós, Hasta man~ana (dótið á milli á að vera ofan á enninu)
Laufey
|