föstudagur, júní 13, 2008

Þá er komið að því....

að blogga þannig að þeir fáu sem lesa þetta blogg verði glaðir.

Ætla að byrja á að segja ykkur frá þeirri fjölgun sem verður í nóvember á þessu ári. Já, ég og gunni eigum von á pólfara (gengur undir því nafni) í nóvember. Núna er ég komin 16 vikur þannig að þetta er allt að gerast. Ég mun reyna að vera dugleg að blogga og setja inn bumbumyndir og þess háttar. Við erum bæði mjög spennt og hlökkum mikið til í nóvember. Við erum búin að fara í 12 vikna sónar og það var bara æðislegt að sjá þessa litlu veru sem er að vaxa inn í manni hreyfa sig. Svo fór ég í fyrstu mæðraskoðun um daginn og fékk að heyra hjartsláttinn. Skrítið hvað þetta er samt svolítið óraunverulegt ennþá hugsa að þetta verði ekki raunverulegt fyrr en við fáum barnið í hendurnar.

Ætlaði að blogga eitthvað meira en man ekki hvað það var vona að þið séuð ánægð með þetta blogg allavega er ég glöð að geta loksins sagt frá þessu :)

kveðja
Laufey og pólfarinn ;)
|