mánudagur, desember 31, 2007

Árið 2007

Gunni er búinn að gera rosalegan pistil um síðasta ár. Ég ætla bara að linka á hann en setja myndir af því eftirminnilegasta sem ég gerði á þessu ári


Skelltum okkur til London í byrjun árs í fyrra. Gunni byrjaði á að fara á námskeið og ég flaug síðan út á föstudegi til að hitta hann. Eyddum þar helginni í að skoða borgina sem mér fannst mjög heillandi og skemmtileg. Þarna er ég í London Eye með Big Ben í bakgrunn.


Gengum Strútsstíg með Gunnafjölskyldu. Þarna er ég á gangi einhversstaðar á leiðinni frá Strút að Hvanngili.


Skelltum okkur hringferð um landið á nýja bílnum. Byrjuðum á að fara Kjöl stoppuðum síðan á Akureyri, Húsvík, Kópaskeri, Dettifoss, Hljóðaklettum, Herðubreiðalind, Ösku, Kárahnjúkum og margt fleira. Þarna stöndum við með Dettifoss í bakgrunn.


Skelltum okkur til Calpe á Spáni þar sem við leigðum okkur hús. Þar var haft það gott í heilar tvær vikur. Algjörlega útaf fyrir sig í einkasundlaug, fórum á ströndina, keyrðum um landið, drukkum bjór og tókum algjör chill á þetta. Þarna er ég á stöndinni í Calpe með klettinn Ifach í bakgrunn.

Þett er svona það helsta frá síðasta ári. Gerði auðvitað miklu meira byrjaði í Bootcamp, varð deildarstjóri og margt fleira.

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla.

Kveðja

Laufey

|