föstudagur, desember 14, 2007

Jólaskapið eitthvað að segja til sín

já það er ekki laust við að ég sé að komast í alvarlegt jólaskap. Búin að skreyta soldið hérna heima en ég á samt eftir að gera svo mikið. Á eftir að kaupa nokkrar jólagjafir og kaupa jólatré og jólatrésfót sem er náttúrulega nauðsynlegt þegar maður kaupir lifandi jólatré. Við höfum sko aldrei haft jólatré áður þannig að þetta verða fyrstu jólin okkar með tré. Mér finnst það bara tilheyra þegar við erum nú komin í okkar eigins íbúð, keyptum ekki í fyrra því að þá fórum við til mömmu og pabba og þá tók því ekki að kaupa tré.

Annars gengur bara allt fínt hérna í Lindarsmáranum. Við vorum að mála vegg í herberginu (höfðagafl) og það kemur líka svona helvíti flott út.

Á morgun er jólagleði Bootcamp og ætla ég að mæta og taka Alexander með mér. Er með hann í liðveislu á morgun þannig að ég ætla að taka hann með mér og síðan förum við á sinfóníutónleika. Verður örugglega mjög gaman.

jæja ætla ekki að skrifa meira fékk bara allt í einu þörf til að blogga eitthvað.
kv.
Laufey
|