föstudagur, október 05, 2007

Ekkert smá pirruð....

Er að prjóna lopapeysu á hann Gunna minn sem er nú kannski ekki til frásögufærandi nema að ég var að prjóna fyrri ermina og er búin að vera 3 kvöld að prjóna og var alveg að vera búin með hana þegar ég fatta að ég var búin að prjóna helvítis ermina með vitlausum prjónum allan tímann. Alveg neðst niðri átti ég að skipta yfir í stærri prjóna. Ég er búin að rekja upp alla helvítis ermina og ætla ekki að byrja á henni aftur fyrr en á morgun.

Ætla núna að fara að sofa og prjóna svo seinna.

kv.
Laufey
|