sunnudagur, september 30, 2007

Yndislegt líf :)

Ég vil byrja á því að óska Rósu Berglindi vinkonu minni innilega til hamingju með litla sæta strákinn. hann fæddist á laugardaginn var.

Síðan ætla ég að blogga örlítið.

Ég er byrjuð aftur í Bootcamp eftir aðgerðina það er bara æðislegt. Ég og Jónína systir hans Gunna erum búnar að ákveða að taka þátt í þrekmeistaranum í vor ekki núna í nóvember. Okkur finnst það vera aðeins of stuttur tími til að undirbúa sig. En svo ætla ég að reyna við Elítuprófið eftir fimm vikur þannig að það er nóg að gera.

Ég verð grasekkja næstu tvær vikurnar. Gunni er að fara til Svíþjóðar á námskeið og vikuna þar á eftir er hann að fara til Munhen á ráðstefnu. Veit eiginlega ekki alveg hvað ég á að gera af mér á meðan. Ætli ég níðist ekki bara aðeins á Rósu og litla kút. Þarf endilega að fara að kíkja aftur á þau. Hann var bara sólarhringsgamall þegar ég sá hann síðast vildi leyfa henni að fá aðeins frið allavega í viku frá mér ;)

Deildarstjórastaðan gengur vel. Allavega ennþá en það tekur auðvitað bara tíma að koma öllu á jafnt ról og að láta hlutina virka vel.

Nenni ekki meira þreytt eftir bootcampið í morgun :)
|