lasin...:(
Já ég er orðin lasin held ég hafi gripið í mig þessa flensu sem er að herja á alla í kringum mig. Er allvega með hita og hálsbólgu. Það er ömurlegt að vera lasin og sjónvarpsdagskráin er ömurleg það sem ég gat horft á áðan var bein útsending af viðtali við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson sem var svo þunnt að það var hægt að sjá í gegnum það og heimildarmynd um einhvern country tónlistarmann sem er dauður eða við það að deyja. Hann var allavega gamall. Ég ætla að vona að sjónvarpsdagskráin bjóði upp á eitthvað betra á morgun því að það lítur allt út fyrir það að ég verði heima aftur á morgun.
Fór á laugardaginn á þá köldustu og blautustu útiæfingu sem ég hef farið hjá Bootcamp. Við vorum í Nauthólsvík og veðurguðirnir voru með sýningareintök á öllum snjótengdum veðrum sem er hægt að hafa. Ég kom heim skjálfandi af kulda og held að það hafi nú ekki hjálpað til við það að ég sé orðin lasin.
kv.
Laufey
Fór á laugardaginn á þá köldustu og blautustu útiæfingu sem ég hef farið hjá Bootcamp. Við vorum í Nauthólsvík og veðurguðirnir voru með sýningareintök á öllum snjótengdum veðrum sem er hægt að hafa. Ég kom heim skjálfandi af kulda og held að það hafi nú ekki hjálpað til við það að ég sé orðin lasin.
kv.
Laufey
<< Home