sunnudagur, júlí 13, 2008

komin heim....

í heiðardalinn til hans Gunna míns. Ég kom reyndar á miðvikudaginn en hef bara ekki nennt að blogga síðan ég kom heim. Fór í Þórsmörk í gær og horfði á Gunna og Jónínu systir hans koma í mark eftir að hafa hlaupið 55 km langt laugavegsmaraþon. Gunni var að hlaupa í annað skipti og bætti sig um 15 mínútur sem mér finnst bara vera frábært. Jónína var að hlaupa í fyrsta skipti og náði mjög góðum tíma líka. Ég hugsa að ég eigi nú eftir að vera oftar við marklínuna í Þórsmörk því að Gunna finnst þetta svo gaman og hann ætlar aftur og aftur. Sem er bara frábært. Mér finnst líka gaman að standa og sjá fólkið koma í mark eftir þetta erfiða hlaup. Gunni er búinn að skrifa pistil um hlaupið ef þið vilji sjá. Tókum bumbumyndir fyrir 20 viku áðan og ég er búin að setja á bumbusíðuna. Ef þið viljið fá link þá bara senda mér línu og ég sendi ykkur hann. Er ekki með hana opna vil ekki að einhver Jón út í bæ sé að skoða á mér bumbuna hehe. Sá eftir að myndatökuna að ég hefði nú alveg mátt greiða mér en það er önnur saga ég var að koma úr útilegu hehe.
Pólfarinn sendir öllum spark og stuðkveðjur kemur í ljós á þriðjudaginn hvert kynið er orðin soldið spennt. Á örugglega eftir að setja það inn fljótlega.

Kv.
Laufey og pólfarinn.
|