19 vikur fyrirframblogg ;)
Hefði ekki getað beðið um ákveðnari hreyfingar í síðasta bloggi því að í gærkvöldi þegar ég var að fara að sofa þá var bara partý í bumbunni. Ætlaði ekki að geta sofnað af gleði og ánægju yfir þessu öllu saman. Gunni greyið fann ekki neitt en hann finnur örugglega fljótlega. Á morgun eru 19 vikur en ég verð ekki tengd tölvu þannig að þið fáið bara 19 vikna blogg fyrirfram. Skrifa kannski eftir helgi þegar ég verð komin aftur í tölvusamband. Svo er Gunni bara að fara að hlaupa ekki núna um helgina heldur næstu og strax eftir það verður haldið í 20 vikna sónarinn. Varð bara deila hreyfingunum með ykkur sem lesið þetta skrifa meira síðar.
Kveðja Laufey og pólfarinn
Kveðja Laufey og pólfarinn
<< Home